Votlendi og skurðir

Kortaþekjan með votlendi er ekki aðgengleg í augnablikinu.

Lítt raskað votlendi stærra en 20.000 fermetrar og meira en 200 m frá skurðum á láglendi.

Gögnin sýna óraskað og lítt raskað votlendi. Á láglendi er dregin 200 m jaðarsvæði (buffer) umhverfis skurði. Votlendi, svo sem hallamýrar, flóar, flæðimýrar, rústamýrar, 20.000 fermetrar að flatarmáli eða stærri, njóta sérstakrar verndar samkvæmt 61 gr. í lögum um náttúruvernd. Náttúrufræðistofnun heldur skrá yfir þessi náttúrufyrirbæri og birtir í kortasjá sem jafnframt er viðauki við náttúruminjaskrá.

The map is loading

Allar votlendisvistgerðir eru fengnar af Vistgerðakorti Náttúrufræðistofnunar og sameinaðar í eina rastaþekju. Þessari rastaþekju var síðan breytt í vektorþekju og 200 metra jaðarsvæði (buffer) útfrá skurðum skorið í burtu. Allir flákar minni en 20.000 fermetrar fjarlægðir.

Skurðirnir voru upphaflega hnitaðir inn á loftmyndagrunn Loftmynda ehf á árunum 2018 og 2019. Uppdrátturinn var svo yfirfarinn á vettvangi og með hliðsjón af gervitunglamyndunum Uppdrátturinn var gerður í tengslum við upplýsingagjöf Íslands vegna rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um losun gróðurhúslofttegunda vegna landnýtingar.