
Fjalldrapamóavist – Mynd: Starri Heiðmarsson
Mólendi
Mólendi hefur um aldir einkennt stór svæði á landinu og þar er víða að finna miklar sögulegar minjar. Mólendi er verðmætt fyrir margar villtar lífverur, einkum fuglategundir sem Ísland ber sérstaka ábyrgð á eins og heiðlóu, lóuþræl, jaðrakan, stelk og spóa. Mólendi er að jafnaði tegundaríkast allra vistlenda hvað varðar æðplöntur, mosa og fléttur og kolefnismagn í jarðvegi er yfirleitt verulegt. Gróðursetning trjáa í mólendi gerbreytir aðstæðum og veldur mikilli röskun á lífríki þeirra, þ.m.t. eyðileggingu búsvæða fugla.
Aldrei ætti að rækta skóg á vistgerðum með hátt verndargildi. Endurheimt birkiskóga kemur allvíða til greina í mólendi, þá sérstaklega ef gróðurþekja og/eða tegundafjölbreytni er lítil.
| Vistgerð | Verndargildi NÍ | Leiðbeiningar VÍN |
|---|---|---|
| Lágt | ||
| Lágt | ||
| Miðlungs | ||
| Hátt | ||
| Miðlungs | ||
| Miðlungs | ||
| Hátt | ||
| Hátt | ||
| Miðlungs | ||
| Mjög hátt |
Gróðursetjið ekki!Skoðið nánar!