Friðaðar og friðlýstar fornleifar

Skógrækt getur haft margvísleg neikvæð áhrif á fornleifar og búsetulandslag. Rætur trjáa eyðileggja mannvistarlög og skógar skyggja á og hylja bæði minjar og hafa áhrif á sögulegt samhengi. Lögum samkvæmt er 15 m friðhelgað svæði kringum friðaðar fornleifar og 100 m kringum friðlýstar fornleifar. Forðast ber að raska minjaheildum með skógrækt.

Athugið að gagnasettið er ekki tæmandi yfirlit um fornleifar, hús og mannvirki á Íslandi, sem njóta verndar samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012. Sjá nánar á Minjavefsjá Minjastofnunar Íslands.

The map is loading

Friðlýst fornleifFriðlýst fornleifFriðuð fornleifFriðuð fornleif

Allar fornleifar sem eru 100 ára eða eldri eru friðaðar. Hluti fornleifa hefur verið sérstaklega friðlýstur þar sem minjavarslan hefur álitið að sérstaka áherslu skuli leggja á varðveislu þeirra til framtíðar.